Quantcast
Channel: Árni Þór Pírati bloggar
Viewing all articles
Browse latest Browse all 5

Ég er Tecnocrati, því að mér finnst að hlutir eiga að virka.

$
0
0
Hvernig lætur þú klukku virka? Ekki viss,  þetta er voðalega einfalt, ekkert vesen þannig, maður einfaldlega gerir það ekki. Klukkan tifar með eða án nokkurar afskipta, ef hún er hönnuð til þess. En ef þú ætlar að búa til klukku eða gera við klukku þá er það allt annað mál. Fyrst þarf að skilgreina; Vitum við hvernig við gerum klukku? Hvert er markmiðið með klukkunni? Við hvað miðast klukka? Getum við notað þekkingu og getu okkar til þess að uppfylla markmiðið? Ef að svarið við síðustu spurningunni er “já” þá er rökréttast að búa til eithvað sem er einfalt í notkun, sem virkar fyrir sem flesta og í sem lengstan tíma því að það er þemað sem þessi tiltekni hlutur einkennist af; það vill engin klukku sem virkar bara í stutta stund, eða af og til.
Þetta er það sem mér finnst vanta þegar það er verið að hanna samfélag, og já það er verið að því meira eða minna daglega, við köllum það bara öðru nafni, eða pólitík. Nema hvað pólitík er ekki miðuð út frá hagsmunum samfélagsins til lengri tíma, heldur snýst hún um að koma hagsmunum einstakra hópa á framfæri með það að markmiði að ná fram sértækum lausnum fyrir hvern hóp fyrir sig, oft á tíðum með málamyndunum sem gagnast þeim aðilum sem semja um slíkt. Oftar en ekki á kostnað þeirra sem standa utan samningana. Og svo þurfa allir að láta þetta virka einhvernveginn. Hin pólitíska klukka væri ef til vill illlæsileg og ópraktísk, en það er allt í lagi þar sem hún mundi standa í stað megnið af tímanum þar sem enginn (allavega sem fólk nennir að hlusta á) berst fyrir því að láta apparatið virka í heild sinni. En þá vantar lika eitt. Hvert er markmiðið? Humm hvernig væri best að samfélag virkaði, án þess að það sé sérstaklega krafist yfirsýnar eða sérsktaks átaks til þess að hlutir virki. Einfalt, þannig séð. Lífshamingja.
Lífshamingja gæti verið fjöður gangverks samfélagsins og markmið safélagsins gæti verið að búa til og viðhalda aðstæðum sem stuðla að lífshamingju. Allt í lagi. Þá er spurningin: Vitum við hvernig við getum gert haminngjumiðað samfélag? Svarið er já, í dag er aragrúi af upplýsingum og rannsóknum sem sýna fram á hvað eykur hamingju fólks. Við hvað miðast samfélagið að því gefnu að markmiðið sé lífshamingja? Það miðast við fólk, einfalt. Getum við notað okkar þekkingu og getu til þess að uppfylla markmiðið? Svarið er Já, Klárlega!
Ef þú hefur lesið svo langt þá hefur þú eflaust hugsað annað hvort  “þetta meikar sens” eða “hvaða útópíska kjaftæði er þetta?” “er ekki allt í lagi með þig?” eða eithvað álíka. Jæja þetta er kanski útópískt en ekkert meira útópískt en að eiga lazy boy hægindastól (nema hvað að sá stóll er hugarástand frekar en hlutur). Og nei, það er ekki alltí lagi með mig, mér finnst samfélagið klikkað, og mer finnst það klikkun að vera heill á geði í klikkuðu samfélagi. En nóg með það hvar var ég, já lausnir, þær koma alltaf í lokin ef þær koma yfirleitt, nota bene að ég er í framboði þannig að það er lúxus lesning ef það er lausn í lokin. Og þegar ég segi: Lausn, þá meina ég tillaga, það er víst ekki gott að segja lausn í pólitík.  En já, lausnin er einföld; lýðræði! Þá meina ég alvöru lýðræði ekki þetta sem er niðursoðið í dós og geymt í 4 ár sem fólk svo man ekki hvað er og hendir svo… Ég meina ferskt, lífrænt ræktað lýðræði með alvöru bragði, þú veist þessum keim af ákvörðunartökurétti og með þennan sterka gegnsæja lit. Mig langar í svoleiðis.
Því að ólíkt klukku þá er samfélag lifandi, það er sjálfdrifið, fólk er markmiðsleitandi verur sem reynir að uppfylla grunnþarfir til þess að öðlast lífshamingju. Þess vegna skiptir máli að við höfum lýðræði sem endurspeglar einstaklinga hverju sinni og þar að leiðandi samfélagið í heild og þess vegna er ég ekki bara tecnocrati heldur líka Pírati, því Píratar vilja láta samfélagið virka og þeir vita hvernig. Þeir gera það einfaldlega með því að hlusta á fólk vinna með fólki, gefa fólki það sem það þarf til að samfélagið starfi eðlilega án þess að krefjast séstakra afskipta. Því að þegar allt er á botninn hvolft þá snýst þetta ekki um meiri eða minni ríkisafskipti, heldur að búa til samfélag þar sem fólki líður vel.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 5